Eldri borgarar fá lítið út úr kjarasamningunum Kári Jónasson skrifar 18. mars 2024 09:31 Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Kjaraviðræður 2023-24 Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun