Óvenjulegur lífsstíll íslenskrar fjölskyldu vekur athygli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. mars 2024 08:03 Áhöfnin á Eurovagninum deilir reglulega myndum og myndskeiðum úr lífi sínu á samfélagsmiðlum og svara þar spurningum fylgjenda, sem margir eru forvitnir. Samsett Hjónin Guðný Matthíasdóttir og Róbert Halbergsson hafa undanfarið eitt og hálft ár búið í húsbíl ásamt börnunum sínum tveimur og heimsótt alls 26 lönd í Evrópu. Fjölskyldan deilir reglulega myndum og myndskeiðum á Instagram þar sem þau sýna frá daglegu lífi sínu á flakki á „Eurovagninum“ svokallaða, en lífstíll þeirra er mörgum framandi. Leiðin lá til Spánar Áhöfnin á Eurovagninum samanstendur af Guðnýju og Róberti og börnunum þeirra tveimur; Ísabellu Lind sem verður 18 ára í sumar, og Kristófer Val sem er alveg að verða 12 ára. Það voru nokkrar ástæður fyrir því að fjölskyldan lagði af stað í flakk um Evrópu. Þau bjuggu um árabil í Danmörku, alveg þar til Covid faraldurinn skall á. Róbert og Guðný eru bæði menntuð sem margmiðlunarhönnuðir. „Róbert var búinn að vera með fyrirtækið sitt, Púha design, í nokkur ár á þessum tímapunkti, og var búinn að sinna allskyns verkefnum tengdum því, meðfram því að vinna á lager hjá fyrirtæki í Danmörku. Þegar Covid skall á missti hann vinnuna í Danmörku en fékk svo tímabunda vinnu á Íslandi í hálft ár. Í byrjun janúar 2021 pökkuðum við búslóðinni í geymslu og fluttum tímabundið til Íslands,“ segir Guðný. Guðný greindist með krabbamein árið 2017, og gekkst undir lyfjameðferð í kjölfarið. Hún hefur ekki verið vinnufær síðustu ár. Krabbameinið tók sinn toll á líkamann og olli því meðal annars að þegar Guðný veiktist af covid urðu eftirköstin þrálátari en gengur og gerist. Læknir ráðlagði henni að dvelja í heitara loftslagi. „Og þá kom upp þessi hugmynd, að við myndum fara til Danmerkur og sækja dótið okkar og flytja síðan til Spánar, þar sem hægt væri að sinna verkefnum tengdum PúHa design í fjarvinnu. Vinafólk okkar býr í Malaga og við settum stefnuna þangað. Það var alltaf inni í myndinni að Kristófer myndi koma með okkur, en við buðum Ísabellu að verða eftir á Íslandi ef hún myndi vilja það, enda voru báðar ömmurnar búnar að bjóðast til að leyfa henni að vera hjá sér. En Ísabella var alveg staðráðin í koma með okkur, og þar með var það bara ákveðið. Og á endanum varð úr að hún myndi sækja menntaskólann í fjarnámi, frá Menntaskólanum á Egilstöðum.“ Fjölskyldan var með hluta af búslóðinni á Íslandi sem þau ýmist gáfu eða seldu í Barnaloppunni og Verzlanahöllinni. Og þá tók við næsta skref: að finna hentugan fararskjóta. Það reyndist hægara sagt en gert. „Af því að Róbert er með þetta fyrirtæki þá þurftum við að taka með okkur hinar og þessar græjur sem fylgja starfseminni, laserskera og prentara og þess háttar. En af því að við vorum ekki með lögheimili í Danmörku þá var vesen að flytja vélarnar þangað. Fyrst kom upp sú hugmynd að við myndum fjárfesta í sendiferðabíl en fljótlega komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri miklu sniðugra að vera á húsbíl. Þá myndum við vera með húsaskjól, bæði á ferðalaginu, og á meðan við værum að leita okkur að húsnæði á Spáni.“ Á endanum fjárfestu þau í árgerð 1993 af Ford Transit, sem skírður var Eurovagninn, en nafnið er tilkomið af aðdáun allra fjölskyldumeðlima á Eurovision söngvakeppninni. Og þar sem að það stóð til að flakka um Evrópu þá þótti nafnið eiga vel við. Í október árið 2022 hófst síðan ferðalagið. Fjölskyldan fór af landi brott með Norrænu til Danmerkur, þar sem tvær elstu dætur Róberts og Guðnýjar eru búsettar. Planið var að fara í gegnum búslóðina sem var í geymslu í Danmörku. Það kom hins vegar babb í bátinn. „Þegar við fórum og tékkuðum á búslóðinni kom í ljós að það hafði komist bæði mikill raki og saggi í dótið, og ofan á það höfðu mýs komist inn í geymsluna og voru búnar að naga nánast helminginn af öllu. Þá tók við „skemmtilegur“ tími þar sem við þurftum að eiga við tryggingafélagið og sortera allt saman. Það var rúmlega einn og hálfur mánuður sem fór í endalausa tölvupósta og allskonar vesen, en þetta hafðist nú á endanum. Og við náðum þrátt fyrir allt að eiga yndislegar stundir með dætrunum okkar tveimur, og barnabarninu okkar.“ Hér má sjá Eurovagninn í allri sinni dýrð.Aðsend „Þurfum við hætta að flakka?“ Eftir þessar hrakfarir í byrjun má segja að ferðalag fjölskyldunnar hafi hafist fyrir alvöru. Eurovagninn tók stefnuna á Malaga og á leiðinni þangað heimsótti fjölskyldan fjölmörg lönd í Evrópu; Þýskaland, Pólland, Tékkland, Slóvakíu, Austurríki, Ungverjaland, Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Ítalíu, Vatíkanið, Frakkland, Mónakó, og loks Spán. Guðný nefnir Króatíu sérstaklega, þar sem fjölskyldan varði nokkrum dögum í Zagreb. „Ég er algjörlega ástfangin af Króatíu og get ekki beðið eftir að heimsækja Króatíu að sumri til. Eitt af því áhugaverðasta sem við skoðuðum þar, er höllin sem Sigga og Grétar kepptu í, í Eurovision árið 1990. Það var líka mikil upplifun að koma til Slóveníu; við fórum og skoðuðum Postonja-Hellana og kastalann, og það er eiginlega hvorki hægt að lýsa því með orðum, né myndum.“ Upplifunin var misjöfn eftir löndum. Guðný nefnir sem dæmi Frakkland. „Frakkland er gríðarlega fallegt land og maturinn æðislegur en jidúddamía hvað landið er erfitt! Vesen með hraðbrautartolla, hraðbanka, bensínstöðvar og ýmislegt annað.“ Guðný nefnir Króatíu sem eitt af þeim löndum sem hún kolféll fyrir.Aðsend Þegar fjölskyldan var farin að nálgast lokaáfangastaðinn á Spáni þá byrjuðu þau að ræða málin. „Við fórum að tala um hvað undanfarnir mánuðir væru búnir vera ótrúlega skemmtilegir og lærdómsríkir. Okkur fannst þetta svo ótrúlega gaman, og okkur langaði bara ekkert að hætta. En við ákváðum nú samt að fara til Malaga, skoða aðstæður og svona. Af því að við vorum á húsbílnum þá vorum við ekkert í neinu stressi með að redda okkur gistingu.“ Guðný segir að í raun hafi krakkarnir tekið af skarið, sem síðan átti eftir að leiða til þess að fjölskyldan ákvað í sameiningu að þetta væri lífsstíll sem hentaði þeim. „Þegar við vorum síðan komin til Malaga, og byrjuð að skoða okkur um, þá spurðu þau: „Þurfum við endilega að hætta að flakka? Verðum við að flytja í eitthvað hús?“ Og við Róbert vorum sammála. Okkur langaði ekki að hætta þessu.“ Í kjölfarið ákváðu Guðný og Róbert að hentugast væri að Róbert myndi leigja vinnustofu á Spáni, nánar tiltekið á Costa del Sol. „Til að vera með einhvern fastan punkt, nokkurskonar bækistöðvar. Við sóttum græjurnar og tækin til Danmerkur og fluttum þau til Spánar. Við vorum síðan þarna á suður Spáni allt síðasta sumar, frá byrjun apríl og þar til í byrjun ágúst og gistum í bílnum allan tímann. Í ágúst fórum við til Íslands og vorum þar í tæpan mánuð; vorum að sinna þar allskonar erindum og þess háttar.“ En þau ákváðu síðan að Costa Del Sol væri ekki mjög hentugur staður til að vera með bækistöðvar. Þau vildu ekki vera bundin neinum sérstökum stað, þau vildu halda flakkinu áfram. „Og þá ákváðum við að færa vinnutækin okkar frá Spáni til Íslands.“ Og síðan þá hafa enn fleiri lönd bæst við á lista fjölskyldunnar, þar á meðal Grikkland, Bosnía, Svarfjallaland, Albanía og Norður Makedónía. Þau hafa dvalið mislengi í hverju landi fyrir sig; allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra mánuði. Fjölskyldan býr við þröngar aðstæður, og þau eru saman nánast allan sólarhringinn. Aðstæðurnar geta verið krefjandi og kallað fram árekstra. En Guðný segir sambúðina ganga einstaklega vel. Systkini á góðri stundu.Aðsend „Það sem gerir okkur þetta kleift er að krakkarnir eru ofboðslega góðir vinir. Og við erum samheldin fjölskylda, myndi ég segja. Í raun hefur þetta ferðalag þjappað okkur ennþá meira saman ef eitthvað er.“ Fjölskyldan deilir reglulega ljósmyndum og myndskeiðum á Instagram. Þar fá þau líka reglulega fyrirspurnir frá fólki sem er forvitið um þennan lífsstíl. „Við deilum öllu þar inni, alveg „filterslaust.“ Okkur er alveg sama þó bílinn sé allur í drasli á einhverjum myndum, enda erum við hérna fjögur sem búum saman á örfáum fermetrum!“ Fórnuðu sturtuaðstöðu Sem fyrr segir er Róbert með eigið fyrirtæki og sinnir starfinu í fjarvinnu. Með útsjónarsemi og aga hefur fjölskyldunni tekist að láta hlutina ganga upp fjárhagslega. Líkt og Guðný bendir á er matur og nauðsynjavörur mun ódýrari víða í Evrópu heldur en á Íslandi. „Bensín er jú vissulega stór útgjaldaliður. En það veltur líka á því hversu lengi við erum á hverjum stað, og hversu mikið við erum að keyra hverju sinni.“ Í Eurovagninum svokallaða er fjölskyldan með eldhúsaðstöðu, þar sem þau geta eldað mat á gashellum. „Sumir halda að við séum alltaf úti að borða, af því að við höfum birt myndir af veitingastöðum á síðunni okkar. En það er nú ekki þannig, við ályktum það nú bara að það sé ekkert rosalega spennandi að sýna myndir af okkur í húsbílnum að maula samlokur með skinku og osti,“ segir Guðný hlæjandi. Þau eru með klósettaðstöðu í bílnum, en þau eru ekki með sturtu, enn sem komið er. Guðný segir það þó ekki koma að sök. „Það eru trukkastopp meðfram flestöllum hraðbrautum í Evrópu, þar sem hægt er að fara í sturtu og við höfum nýtt okkur það. Þetta er einfaldlega einn af þeim hlutum sem við þurftum að fórna, og auðvitað saknar maður þess oft að geta ekki skotist í sturtu þegar manni langar. En við látum okkur bara hafa það.“ Feðginin Róbert og Ísabella um borð í Eurovagninum.Aðsend Fá að nálgast námsefnið á eigin forsendum Á ferðalaginu hafa Ísabella og Kristófer verið í fjarnámi og hefur það yfirhöfuð gengið mjög vel að sögn Guðnýjar. En skiljanlega krefst fjarnám mikils aga. „Námið hjá krökkunum fer svolítið eftir því hvar við erum hverju sinni, hvað við erum að gera og hvernig veðrið er. En við reynum að hafa fastan tíma á hverjum degi þar sem krakkarnir læra, á morgnana eða á kvöldin. Við reynum eftir fremsta megni að hvetja krakkana til að leita sér sjálf upplýsinga og lesa sér til um viðfangsefnið. Og við höfum reynt að nýta ferðalögin í kennslu,“ segir Guðný og nefnir heimsókn fjölskyldunnar til Berlínar sem dæmi. Borgar sem er stútfull af sögu. „Þar var Kristófer að lesa sér til um seinni heimstyrjöldina og allt í kringum það, á meðan við vorum akkúrat stödd á svæðinu þar sem allt gerðist. Honum fannst það rosalega spennandi. Það var augljóst að þetta er miklu áhrifaríkari aðferð til að læra, heldur en að sitja í skólastofu og læra allt af bók.“ Hún nefnir annað dæmi. „Ísabellu langaði að fara og skoða bæ á norður Ítalíu, þar sem uppáhaldsbíómyndin hennar var tekin upp. Við samþykktum það, með því skilyrði að hún myndi vera leiðsögumaður og sjá um að kynna okkur fyrir staðnum. Sem krafðist þess að hún myndi lesa sér til og kynna sér byggingarnar og söguna og allt saman. Hún hafði virkilega gaman af því og lærði mikið, sem og við öll.“ Guðný telur mikilvægt að börnin hennar fái að nálgast námsefnið á sínum forsendum, og sínu áhugasviði. „Af því að þegar maður fær sjálfur að stjórna ferðinni, innan vissra marka að sjálfsögðu, þá fær maður áhuga á námsefninu og þá finnst manni þetta gaman. Ég er ekki viss um að Kristófer myndi „fúnkera“ í venjulegu skólaumhverfi, og hann stendur algjörlega jafnfætis jafnöldrum sínum í námi. Ef eitthvað er þá talar hann fleiri tungumál og er betur að sér í landafræði, og þekkir held ég alla þjóðfána í heiminum.“ Margir eru forvitnir Guðný fær reglulega spurningar frá hinum og þessum varðandi lífsstíl fjölskyldunnar. „99 prósent af viðbrögðunum sem við höfum fengið hafa verið yndisleg. Langflestum finnst þetta bara frábært hjá okkur, og hafa gaman af því að fylgjast með okkur. Við höfum fengið athugasemdir eins og „Vá,hvernig getið þið þetta eiginlega, ég gæti aldrei gert þetta“ eða „Ég skil ekki hvernig þið nennið þessu“ og þess háttar. Við höfum líka fengið nokkrar kostulegar spurningar, eins og til dæmis hvernig „hjónalífinu“ sé háttað. Og við svörum því eins og öllu öðru: Maður finnur bara út úr því,“ segir Guðný brosandi. „Við höfum reglulega verið spurð hvernig þetta gangi upp með skólamálin, af hverju sonur okkar sé ekki í skóla. En við erum með þetta fyrirkomulag, og það virkar fyrir hann og gengur vel. Við höfum þurft að fórna ýmsu til að láta það ganga upp, og við erum alltaf að. Kristófer fær til dæmis ekki páska-, jóla eða sumarfrí í skólanum. Fólk hefur líka spurt út í félagslegu hliðina hjá krökkunum, hvernig það sé fyrir þau að vera ekki að umgangast vini sína,“ segir Guðný og bætir við að í raun séu samskipti krakkanna við vinina í raun nokkuð svipuð og þau myndi vera ef þau væru í sama landi; í gegnum netið og samfélagsmiðla. Fjölskyldan er stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum.Aðsend „Vinahópurinn hennar Ísabellu er reglulega með bíókvöld í gegnum Skype, þar sem þau horfa öll á myndir á sama tíma og spjalla saman gegnum netið. Svo er hún í bókaklúbbi sem hittist reglulega „online.“ Hún er síðan dugleg að hitta vini sína þegar við erum á Íslandi. Hvað Kristófer varðar þá eru þeir vinirnir meira og minna alltaf að hittast í tölvunni, hvort sem við erum stödd á Íslandi eða annars staðar. Ég myndi ekki segja að þetta flakk okkar, og þessi lífstíll hafi komið niður á félagslegu hliðinni hjá krökkunum.“ Peningalaus í Frakklandi Aðspurð um eftirminnilegar uppákomur á ferðalaginu nefnir Guðný tvennt. „Í eitt skipti, þegar við vorum í Danmörku lentum við því að sprakk dekk á bílnum og við vorum föst á hraðbraut - í tvo sólarhringja. Það var ansi taugastrekkjandi. Það var okkur til happs að það voru Íslendingar sem fréttu af okkur og komu til bjargar og sáu til þess að við komum bílnum á verkstæði,“ segir hún. „Svo lentum við í ansi skondinni uppákomu í Bosníu. Það komst vatn inn á vélina í bílnum sem leiddi til þess að við vorum föst, lengst upp í fjöllum. Morguninn eftir tók einhver indælismaður eftir okkur og hjálpaði okkur að ýta bílnum, sem fór í gang en var svo algjörlega stopp eftir einhverja 20 kílómetra. Við vorum þá komin að einhverju sveitaþorpi, þar sem enginn talaði ensku. Róbert og Ísabella héldu af stað að finna hjálp og fundu þá lögreglustöð. Einhvern veginn tókst þeim, með hjálp gogle translate, að útskýra málið fyrir löggunum, sem hringdu á hjálp. Þá birtist maður að nafni Goran og hann reyndist algjör bjargvættur. Hann hringdi í mann sem mætti á eldgömlum traktor til að draga bílinn á verkstæði. Hann mátti ekki til þess hugsa að við værum ekki með neinn stað að gista á og bauð okkur hús til afnota, sá til þess að við fengum að borða og keyrði síðan 150 kílómetra fram og til baka til að sækja varahlut í bílinn! Hann var síðan mjög tregur við að taka greiðslu fyrir allt saman og við þurftum nánast að krefjast þess. Að lokum féllst hann á að afhenda okkur reikning, upp á 23 þúsund krónur íslenskar, sem er auðvitað bara brotabrot af því sem þetta kostaði allt saman. Þetta var dásamlegt ævintýri sem tók á taugarnar á meðan á því stóð, en skildi svo sannarlega eftir hlýja og góða minningu í hjartanu.“ Þau hafa í eitt skipti lent í afar neikvæðri lífsreynslu á ferðalaginu. „Það var þegar það var brotist inn í bílinn í Frakklandi. Þjófarnir rótuðu í öllu, en skildu greiðslukortin okkar og vegabréfin eftir fyrir utan bílinn. En þeim tókst að taka kortanúmerin og tæma þannig kortin okkar, með þeim afleiðingum að við stóðum uppi peningalaus í Frakklandi. Sem betur fer voru krakkarnir staddir á Íslandi þegar þetta gerðist, þau höfðu farið þangað til stutt frí. Þetta var náttúrulega bara ömurlegt, en þetta reddaðist að lokum, eins og allt annað.“ Sjá ekki fyrir sér að koma aftur heim Um þessar mundir dvelur fjölskyldan á Kanaríeyjum. „.Við höfum verið hérna síðan 15. febrúar og planið er að vera hérna út mars. Það þarf að laga ýmislegt í bílnum og við erum að nýta tímann í það, legan er til dæmis farin og bílinn er farinn að leka. Þetta er auðvitað þrjátíu ára gamall bíll og það þarf að halda svona öldungum við!“ Líkt og fyrr segir er fjölskyldan gallharðir Eurovision aðdáendur. Draumur þeirra var að fara til Svíþjóðar í maí og vera viðstödd Eurovision keppnina. En vegna ástandsins sem hefur skapast í kringum keppnina í ár töldu þau það ekki ráðlegt. „En okkur langar mikið að fara til Portúgal og við munum líklega gera það, enda erum við bara hálftíma frá staðnum þar sem ferjan stoppar. Síðan er planið að keyra til Danmerkur og vera þar í júní. Við eigum síðan stefnumót í Grikklandi við íslenska fjölskyldu sem býr á skútu,“ segir Guðný. Fjölskyldan á ekki von á því að koma aftur til Íslands í bráð.Aðsend Hvað tekur við eftir það er enn óráðið. „Við tökum reglulega fjölskyldufundi þar sem við ræðum málin og plönum og ákveðum hvert við viljum fara næst. Við erum mjög samstíga í þessu öllu saman og við erum ekki að draga krakkana þangað sem þau vilja ekki fara. Við erum mjög spennt fyrir því að fara aftur til Albaníu og skoða okkur um þar. Fólk hefur nú alveg haft skoðanir á því þegar við segjum að okkur langi til að ferðast meira um austur Evrópu og fara til landa eins og Rúmeníu og Búlgaríu. Sumir segja að þeir myndu aldrei þora að ferðast þangað. En auðvitað snýst þetta um að beita heilbrigðri skynsemi, hvar sem maður kemur. Við erum ekkert hætta okkur inn á vafasöm svæði. Ég er nú á þeirri skoðun að 99 prósent af fólki er gott fólk sem vill manni vel. Restin er það ekki, og þú getur lent í þeim hvar sem er, hvort sem það er á Íslandi eða einhvers staðar annarstaðar í heiminum.“ Aðspurð segir Guðný að eins og staðan er í dag sjái þau ekki fyrir sér að búa á Íslandi. „Það er margt gott á Íslandi, en margt slæmt líka. Við erum einfaldlega búin að komast að því að þetta er lífsstíll sem hentar okkur. Okkur finnst frábært að vera ekki bundin neinum stað, og geta dvalið á stöðum þar sem er ódýrt að lifa. Þetta frelsi sem við höfum er rosalega dýrmætt. Það er lúxus sem við erum ekki tilbúin að gefa upp á bátinn. Þetta er einfaldlega okkar val. Við völdum það að fjárfesta í því að upplifa heiminn, skoða okkur um og ferðast, í stað þess að fjárfesta í steinsteypu heima á Íslandi. Og við sjáum ekki eftir neinu.“ Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Leiðin lá til Spánar Áhöfnin á Eurovagninum samanstendur af Guðnýju og Róberti og börnunum þeirra tveimur; Ísabellu Lind sem verður 18 ára í sumar, og Kristófer Val sem er alveg að verða 12 ára. Það voru nokkrar ástæður fyrir því að fjölskyldan lagði af stað í flakk um Evrópu. Þau bjuggu um árabil í Danmörku, alveg þar til Covid faraldurinn skall á. Róbert og Guðný eru bæði menntuð sem margmiðlunarhönnuðir. „Róbert var búinn að vera með fyrirtækið sitt, Púha design, í nokkur ár á þessum tímapunkti, og var búinn að sinna allskyns verkefnum tengdum því, meðfram því að vinna á lager hjá fyrirtæki í Danmörku. Þegar Covid skall á missti hann vinnuna í Danmörku en fékk svo tímabunda vinnu á Íslandi í hálft ár. Í byrjun janúar 2021 pökkuðum við búslóðinni í geymslu og fluttum tímabundið til Íslands,“ segir Guðný. Guðný greindist með krabbamein árið 2017, og gekkst undir lyfjameðferð í kjölfarið. Hún hefur ekki verið vinnufær síðustu ár. Krabbameinið tók sinn toll á líkamann og olli því meðal annars að þegar Guðný veiktist af covid urðu eftirköstin þrálátari en gengur og gerist. Læknir ráðlagði henni að dvelja í heitara loftslagi. „Og þá kom upp þessi hugmynd, að við myndum fara til Danmerkur og sækja dótið okkar og flytja síðan til Spánar, þar sem hægt væri að sinna verkefnum tengdum PúHa design í fjarvinnu. Vinafólk okkar býr í Malaga og við settum stefnuna þangað. Það var alltaf inni í myndinni að Kristófer myndi koma með okkur, en við buðum Ísabellu að verða eftir á Íslandi ef hún myndi vilja það, enda voru báðar ömmurnar búnar að bjóðast til að leyfa henni að vera hjá sér. En Ísabella var alveg staðráðin í koma með okkur, og þar með var það bara ákveðið. Og á endanum varð úr að hún myndi sækja menntaskólann í fjarnámi, frá Menntaskólanum á Egilstöðum.“ Fjölskyldan var með hluta af búslóðinni á Íslandi sem þau ýmist gáfu eða seldu í Barnaloppunni og Verzlanahöllinni. Og þá tók við næsta skref: að finna hentugan fararskjóta. Það reyndist hægara sagt en gert. „Af því að Róbert er með þetta fyrirtæki þá þurftum við að taka með okkur hinar og þessar græjur sem fylgja starfseminni, laserskera og prentara og þess háttar. En af því að við vorum ekki með lögheimili í Danmörku þá var vesen að flytja vélarnar þangað. Fyrst kom upp sú hugmynd að við myndum fjárfesta í sendiferðabíl en fljótlega komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri miklu sniðugra að vera á húsbíl. Þá myndum við vera með húsaskjól, bæði á ferðalaginu, og á meðan við værum að leita okkur að húsnæði á Spáni.“ Á endanum fjárfestu þau í árgerð 1993 af Ford Transit, sem skírður var Eurovagninn, en nafnið er tilkomið af aðdáun allra fjölskyldumeðlima á Eurovision söngvakeppninni. Og þar sem að það stóð til að flakka um Evrópu þá þótti nafnið eiga vel við. Í október árið 2022 hófst síðan ferðalagið. Fjölskyldan fór af landi brott með Norrænu til Danmerkur, þar sem tvær elstu dætur Róberts og Guðnýjar eru búsettar. Planið var að fara í gegnum búslóðina sem var í geymslu í Danmörku. Það kom hins vegar babb í bátinn. „Þegar við fórum og tékkuðum á búslóðinni kom í ljós að það hafði komist bæði mikill raki og saggi í dótið, og ofan á það höfðu mýs komist inn í geymsluna og voru búnar að naga nánast helminginn af öllu. Þá tók við „skemmtilegur“ tími þar sem við þurftum að eiga við tryggingafélagið og sortera allt saman. Það var rúmlega einn og hálfur mánuður sem fór í endalausa tölvupósta og allskonar vesen, en þetta hafðist nú á endanum. Og við náðum þrátt fyrir allt að eiga yndislegar stundir með dætrunum okkar tveimur, og barnabarninu okkar.“ Hér má sjá Eurovagninn í allri sinni dýrð.Aðsend „Þurfum við hætta að flakka?“ Eftir þessar hrakfarir í byrjun má segja að ferðalag fjölskyldunnar hafi hafist fyrir alvöru. Eurovagninn tók stefnuna á Malaga og á leiðinni þangað heimsótti fjölskyldan fjölmörg lönd í Evrópu; Þýskaland, Pólland, Tékkland, Slóvakíu, Austurríki, Ungverjaland, Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Ítalíu, Vatíkanið, Frakkland, Mónakó, og loks Spán. Guðný nefnir Króatíu sérstaklega, þar sem fjölskyldan varði nokkrum dögum í Zagreb. „Ég er algjörlega ástfangin af Króatíu og get ekki beðið eftir að heimsækja Króatíu að sumri til. Eitt af því áhugaverðasta sem við skoðuðum þar, er höllin sem Sigga og Grétar kepptu í, í Eurovision árið 1990. Það var líka mikil upplifun að koma til Slóveníu; við fórum og skoðuðum Postonja-Hellana og kastalann, og það er eiginlega hvorki hægt að lýsa því með orðum, né myndum.“ Upplifunin var misjöfn eftir löndum. Guðný nefnir sem dæmi Frakkland. „Frakkland er gríðarlega fallegt land og maturinn æðislegur en jidúddamía hvað landið er erfitt! Vesen með hraðbrautartolla, hraðbanka, bensínstöðvar og ýmislegt annað.“ Guðný nefnir Króatíu sem eitt af þeim löndum sem hún kolféll fyrir.Aðsend Þegar fjölskyldan var farin að nálgast lokaáfangastaðinn á Spáni þá byrjuðu þau að ræða málin. „Við fórum að tala um hvað undanfarnir mánuðir væru búnir vera ótrúlega skemmtilegir og lærdómsríkir. Okkur fannst þetta svo ótrúlega gaman, og okkur langaði bara ekkert að hætta. En við ákváðum nú samt að fara til Malaga, skoða aðstæður og svona. Af því að við vorum á húsbílnum þá vorum við ekkert í neinu stressi með að redda okkur gistingu.“ Guðný segir að í raun hafi krakkarnir tekið af skarið, sem síðan átti eftir að leiða til þess að fjölskyldan ákvað í sameiningu að þetta væri lífsstíll sem hentaði þeim. „Þegar við vorum síðan komin til Malaga, og byrjuð að skoða okkur um, þá spurðu þau: „Þurfum við endilega að hætta að flakka? Verðum við að flytja í eitthvað hús?“ Og við Róbert vorum sammála. Okkur langaði ekki að hætta þessu.“ Í kjölfarið ákváðu Guðný og Róbert að hentugast væri að Róbert myndi leigja vinnustofu á Spáni, nánar tiltekið á Costa del Sol. „Til að vera með einhvern fastan punkt, nokkurskonar bækistöðvar. Við sóttum græjurnar og tækin til Danmerkur og fluttum þau til Spánar. Við vorum síðan þarna á suður Spáni allt síðasta sumar, frá byrjun apríl og þar til í byrjun ágúst og gistum í bílnum allan tímann. Í ágúst fórum við til Íslands og vorum þar í tæpan mánuð; vorum að sinna þar allskonar erindum og þess háttar.“ En þau ákváðu síðan að Costa Del Sol væri ekki mjög hentugur staður til að vera með bækistöðvar. Þau vildu ekki vera bundin neinum sérstökum stað, þau vildu halda flakkinu áfram. „Og þá ákváðum við að færa vinnutækin okkar frá Spáni til Íslands.“ Og síðan þá hafa enn fleiri lönd bæst við á lista fjölskyldunnar, þar á meðal Grikkland, Bosnía, Svarfjallaland, Albanía og Norður Makedónía. Þau hafa dvalið mislengi í hverju landi fyrir sig; allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra mánuði. Fjölskyldan býr við þröngar aðstæður, og þau eru saman nánast allan sólarhringinn. Aðstæðurnar geta verið krefjandi og kallað fram árekstra. En Guðný segir sambúðina ganga einstaklega vel. Systkini á góðri stundu.Aðsend „Það sem gerir okkur þetta kleift er að krakkarnir eru ofboðslega góðir vinir. Og við erum samheldin fjölskylda, myndi ég segja. Í raun hefur þetta ferðalag þjappað okkur ennþá meira saman ef eitthvað er.“ Fjölskyldan deilir reglulega ljósmyndum og myndskeiðum á Instagram. Þar fá þau líka reglulega fyrirspurnir frá fólki sem er forvitið um þennan lífsstíl. „Við deilum öllu þar inni, alveg „filterslaust.“ Okkur er alveg sama þó bílinn sé allur í drasli á einhverjum myndum, enda erum við hérna fjögur sem búum saman á örfáum fermetrum!“ Fórnuðu sturtuaðstöðu Sem fyrr segir er Róbert með eigið fyrirtæki og sinnir starfinu í fjarvinnu. Með útsjónarsemi og aga hefur fjölskyldunni tekist að láta hlutina ganga upp fjárhagslega. Líkt og Guðný bendir á er matur og nauðsynjavörur mun ódýrari víða í Evrópu heldur en á Íslandi. „Bensín er jú vissulega stór útgjaldaliður. En það veltur líka á því hversu lengi við erum á hverjum stað, og hversu mikið við erum að keyra hverju sinni.“ Í Eurovagninum svokallaða er fjölskyldan með eldhúsaðstöðu, þar sem þau geta eldað mat á gashellum. „Sumir halda að við séum alltaf úti að borða, af því að við höfum birt myndir af veitingastöðum á síðunni okkar. En það er nú ekki þannig, við ályktum það nú bara að það sé ekkert rosalega spennandi að sýna myndir af okkur í húsbílnum að maula samlokur með skinku og osti,“ segir Guðný hlæjandi. Þau eru með klósettaðstöðu í bílnum, en þau eru ekki með sturtu, enn sem komið er. Guðný segir það þó ekki koma að sök. „Það eru trukkastopp meðfram flestöllum hraðbrautum í Evrópu, þar sem hægt er að fara í sturtu og við höfum nýtt okkur það. Þetta er einfaldlega einn af þeim hlutum sem við þurftum að fórna, og auðvitað saknar maður þess oft að geta ekki skotist í sturtu þegar manni langar. En við látum okkur bara hafa það.“ Feðginin Róbert og Ísabella um borð í Eurovagninum.Aðsend Fá að nálgast námsefnið á eigin forsendum Á ferðalaginu hafa Ísabella og Kristófer verið í fjarnámi og hefur það yfirhöfuð gengið mjög vel að sögn Guðnýjar. En skiljanlega krefst fjarnám mikils aga. „Námið hjá krökkunum fer svolítið eftir því hvar við erum hverju sinni, hvað við erum að gera og hvernig veðrið er. En við reynum að hafa fastan tíma á hverjum degi þar sem krakkarnir læra, á morgnana eða á kvöldin. Við reynum eftir fremsta megni að hvetja krakkana til að leita sér sjálf upplýsinga og lesa sér til um viðfangsefnið. Og við höfum reynt að nýta ferðalögin í kennslu,“ segir Guðný og nefnir heimsókn fjölskyldunnar til Berlínar sem dæmi. Borgar sem er stútfull af sögu. „Þar var Kristófer að lesa sér til um seinni heimstyrjöldina og allt í kringum það, á meðan við vorum akkúrat stödd á svæðinu þar sem allt gerðist. Honum fannst það rosalega spennandi. Það var augljóst að þetta er miklu áhrifaríkari aðferð til að læra, heldur en að sitja í skólastofu og læra allt af bók.“ Hún nefnir annað dæmi. „Ísabellu langaði að fara og skoða bæ á norður Ítalíu, þar sem uppáhaldsbíómyndin hennar var tekin upp. Við samþykktum það, með því skilyrði að hún myndi vera leiðsögumaður og sjá um að kynna okkur fyrir staðnum. Sem krafðist þess að hún myndi lesa sér til og kynna sér byggingarnar og söguna og allt saman. Hún hafði virkilega gaman af því og lærði mikið, sem og við öll.“ Guðný telur mikilvægt að börnin hennar fái að nálgast námsefnið á sínum forsendum, og sínu áhugasviði. „Af því að þegar maður fær sjálfur að stjórna ferðinni, innan vissra marka að sjálfsögðu, þá fær maður áhuga á námsefninu og þá finnst manni þetta gaman. Ég er ekki viss um að Kristófer myndi „fúnkera“ í venjulegu skólaumhverfi, og hann stendur algjörlega jafnfætis jafnöldrum sínum í námi. Ef eitthvað er þá talar hann fleiri tungumál og er betur að sér í landafræði, og þekkir held ég alla þjóðfána í heiminum.“ Margir eru forvitnir Guðný fær reglulega spurningar frá hinum og þessum varðandi lífsstíl fjölskyldunnar. „99 prósent af viðbrögðunum sem við höfum fengið hafa verið yndisleg. Langflestum finnst þetta bara frábært hjá okkur, og hafa gaman af því að fylgjast með okkur. Við höfum fengið athugasemdir eins og „Vá,hvernig getið þið þetta eiginlega, ég gæti aldrei gert þetta“ eða „Ég skil ekki hvernig þið nennið þessu“ og þess háttar. Við höfum líka fengið nokkrar kostulegar spurningar, eins og til dæmis hvernig „hjónalífinu“ sé háttað. Og við svörum því eins og öllu öðru: Maður finnur bara út úr því,“ segir Guðný brosandi. „Við höfum reglulega verið spurð hvernig þetta gangi upp með skólamálin, af hverju sonur okkar sé ekki í skóla. En við erum með þetta fyrirkomulag, og það virkar fyrir hann og gengur vel. Við höfum þurft að fórna ýmsu til að láta það ganga upp, og við erum alltaf að. Kristófer fær til dæmis ekki páska-, jóla eða sumarfrí í skólanum. Fólk hefur líka spurt út í félagslegu hliðina hjá krökkunum, hvernig það sé fyrir þau að vera ekki að umgangast vini sína,“ segir Guðný og bætir við að í raun séu samskipti krakkanna við vinina í raun nokkuð svipuð og þau myndi vera ef þau væru í sama landi; í gegnum netið og samfélagsmiðla. Fjölskyldan er stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum.Aðsend „Vinahópurinn hennar Ísabellu er reglulega með bíókvöld í gegnum Skype, þar sem þau horfa öll á myndir á sama tíma og spjalla saman gegnum netið. Svo er hún í bókaklúbbi sem hittist reglulega „online.“ Hún er síðan dugleg að hitta vini sína þegar við erum á Íslandi. Hvað Kristófer varðar þá eru þeir vinirnir meira og minna alltaf að hittast í tölvunni, hvort sem við erum stödd á Íslandi eða annars staðar. Ég myndi ekki segja að þetta flakk okkar, og þessi lífstíll hafi komið niður á félagslegu hliðinni hjá krökkunum.“ Peningalaus í Frakklandi Aðspurð um eftirminnilegar uppákomur á ferðalaginu nefnir Guðný tvennt. „Í eitt skipti, þegar við vorum í Danmörku lentum við því að sprakk dekk á bílnum og við vorum föst á hraðbraut - í tvo sólarhringja. Það var ansi taugastrekkjandi. Það var okkur til happs að það voru Íslendingar sem fréttu af okkur og komu til bjargar og sáu til þess að við komum bílnum á verkstæði,“ segir hún. „Svo lentum við í ansi skondinni uppákomu í Bosníu. Það komst vatn inn á vélina í bílnum sem leiddi til þess að við vorum föst, lengst upp í fjöllum. Morguninn eftir tók einhver indælismaður eftir okkur og hjálpaði okkur að ýta bílnum, sem fór í gang en var svo algjörlega stopp eftir einhverja 20 kílómetra. Við vorum þá komin að einhverju sveitaþorpi, þar sem enginn talaði ensku. Róbert og Ísabella héldu af stað að finna hjálp og fundu þá lögreglustöð. Einhvern veginn tókst þeim, með hjálp gogle translate, að útskýra málið fyrir löggunum, sem hringdu á hjálp. Þá birtist maður að nafni Goran og hann reyndist algjör bjargvættur. Hann hringdi í mann sem mætti á eldgömlum traktor til að draga bílinn á verkstæði. Hann mátti ekki til þess hugsa að við værum ekki með neinn stað að gista á og bauð okkur hús til afnota, sá til þess að við fengum að borða og keyrði síðan 150 kílómetra fram og til baka til að sækja varahlut í bílinn! Hann var síðan mjög tregur við að taka greiðslu fyrir allt saman og við þurftum nánast að krefjast þess. Að lokum féllst hann á að afhenda okkur reikning, upp á 23 þúsund krónur íslenskar, sem er auðvitað bara brotabrot af því sem þetta kostaði allt saman. Þetta var dásamlegt ævintýri sem tók á taugarnar á meðan á því stóð, en skildi svo sannarlega eftir hlýja og góða minningu í hjartanu.“ Þau hafa í eitt skipti lent í afar neikvæðri lífsreynslu á ferðalaginu. „Það var þegar það var brotist inn í bílinn í Frakklandi. Þjófarnir rótuðu í öllu, en skildu greiðslukortin okkar og vegabréfin eftir fyrir utan bílinn. En þeim tókst að taka kortanúmerin og tæma þannig kortin okkar, með þeim afleiðingum að við stóðum uppi peningalaus í Frakklandi. Sem betur fer voru krakkarnir staddir á Íslandi þegar þetta gerðist, þau höfðu farið þangað til stutt frí. Þetta var náttúrulega bara ömurlegt, en þetta reddaðist að lokum, eins og allt annað.“ Sjá ekki fyrir sér að koma aftur heim Um þessar mundir dvelur fjölskyldan á Kanaríeyjum. „.Við höfum verið hérna síðan 15. febrúar og planið er að vera hérna út mars. Það þarf að laga ýmislegt í bílnum og við erum að nýta tímann í það, legan er til dæmis farin og bílinn er farinn að leka. Þetta er auðvitað þrjátíu ára gamall bíll og það þarf að halda svona öldungum við!“ Líkt og fyrr segir er fjölskyldan gallharðir Eurovision aðdáendur. Draumur þeirra var að fara til Svíþjóðar í maí og vera viðstödd Eurovision keppnina. En vegna ástandsins sem hefur skapast í kringum keppnina í ár töldu þau það ekki ráðlegt. „En okkur langar mikið að fara til Portúgal og við munum líklega gera það, enda erum við bara hálftíma frá staðnum þar sem ferjan stoppar. Síðan er planið að keyra til Danmerkur og vera þar í júní. Við eigum síðan stefnumót í Grikklandi við íslenska fjölskyldu sem býr á skútu,“ segir Guðný. Fjölskyldan á ekki von á því að koma aftur til Íslands í bráð.Aðsend Hvað tekur við eftir það er enn óráðið. „Við tökum reglulega fjölskyldufundi þar sem við ræðum málin og plönum og ákveðum hvert við viljum fara næst. Við erum mjög samstíga í þessu öllu saman og við erum ekki að draga krakkana þangað sem þau vilja ekki fara. Við erum mjög spennt fyrir því að fara aftur til Albaníu og skoða okkur um þar. Fólk hefur nú alveg haft skoðanir á því þegar við segjum að okkur langi til að ferðast meira um austur Evrópu og fara til landa eins og Rúmeníu og Búlgaríu. Sumir segja að þeir myndu aldrei þora að ferðast þangað. En auðvitað snýst þetta um að beita heilbrigðri skynsemi, hvar sem maður kemur. Við erum ekkert hætta okkur inn á vafasöm svæði. Ég er nú á þeirri skoðun að 99 prósent af fólki er gott fólk sem vill manni vel. Restin er það ekki, og þú getur lent í þeim hvar sem er, hvort sem það er á Íslandi eða einhvers staðar annarstaðar í heiminum.“ Aðspurð segir Guðný að eins og staðan er í dag sjái þau ekki fyrir sér að búa á Íslandi. „Það er margt gott á Íslandi, en margt slæmt líka. Við erum einfaldlega búin að komast að því að þetta er lífsstíll sem hentar okkur. Okkur finnst frábært að vera ekki bundin neinum stað, og geta dvalið á stöðum þar sem er ódýrt að lifa. Þetta frelsi sem við höfum er rosalega dýrmætt. Það er lúxus sem við erum ekki tilbúin að gefa upp á bátinn. Þetta er einfaldlega okkar val. Við völdum það að fjárfesta í því að upplifa heiminn, skoða okkur um og ferðast, í stað þess að fjárfesta í steinsteypu heima á Íslandi. Og við sjáum ekki eftir neinu.“
Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira