Hvað er að þessari pólitík? Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 17:31 Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar