Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 09:10 Von der Leyen segir hjálpar þörf núna, íbúar Gasa geti ekki beðið. AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira