Var heimilislaus þegar hún reyndi fyrir sér í Idol Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 07:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata er mikil söngkona. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók þátt í allra fyrstu seríunni af Idol Stjörnuleit árið 2004, þá 21 árs gömul. Hún komst áfram eftir fyrstu áheyrnarprufurnar en komst ekki í þá síðustu eftir að hafa fengið ofsakvíðakast og endað í sjúkrabíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“ Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fleiri fréttir Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“
Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fleiri fréttir Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”