

Idol
Fréttir og greinar tengdar Idol-þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2.

Úr Idolinu yfir í útvarpið
Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.
Fréttir í tímaröð

„Þetta lag minnir mig alltaf á að hafa tapað Idolinu“
„Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu,“ segir hinn sjarmerandi Vestmannaeyingur Guðjón Smári Smárason sem greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sextán ára gamall.

Stórstjarnan Bríet fagnaði 25 árum með stæl
Tónlistarkonan og Idol dómarinn Bríet Isis Elfar fagnaði 25 ára afmæli sínu á veitingastaðnum Kaffi Flóru á föstudagskvöldið. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem stórstjörnur, vindlabar og tónlistargleði einkenndi kvöldið.

Idol-stjarnan eins og endurfædd Amy Winehouse
Sería tvö af Idolinu endaði með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld. Anna Fanney og Jóna Margrét stóðu tvær eftir og var það Anna Fanney sem bar sigur úr býtum.

„Var núll að búast við því að ég myndi vinna“
„Ég var 100% bara að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp,“ segir nýkrýndi Idol sigurvegarinn Anna Fanney í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir sigurinn og hlakkar til að demba sér í stúdíóið.

Stjörnulífið: Idol, skíðaferðir og ástarjátningar
Idol-gleði, skíðaferðir, barneignir og ástin spilaði lykilhlutverk í liðinni viku. Stjörnur landsins fögnuðu ýmsum tímamótum með glæsibrag og febrúar virðist fara vel í mannskapinn.

Anna Fanney er Idolstjarna Íslands
Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum.

Vaktin: Anna Fanney er Idolstjarna Íslands
Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Einn keppandi sendur heim fyrir loka-einvígið
Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni að Fossaleyni. Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét standa eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands.

Nærmynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“
Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar.

Myndaveisla: Spennuþrungin stemmning á undanúrslitakvöldinu
Undanúrslitaþáttur Idol fór fram síðastliðinn föstudag í Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins þrír keppendur standa nú eftir sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands.

Tileinkaði flutninginn ástvinum sem féllu frá langt fyrir aldur fram
Fjórði þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni á föstudagskvöldið. Þátturinn var æsispennandi, fjórir keppendur mættu til leiks en aðeins þrír komust áfram í úrslitin. Einn keppenda þurfti því að taka poka sinn.

Seldist upp á úrslitakvöld Idol á innan við mínútu
Miðar á úrslitaþátt Idol seldust upp á innan við mínútu þegar miðasalan hófst klukkan 12 á hádegi á vef tix.is. Úrslitin af Idol fara fram næsta föstudagskvöld.

Einn keppandi sendur heim í kvöld: „Alls ekki endirinn hjá þér“
Fjórði þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, fjórir keppendur mættu til leiks en aðeins þrír komust áfram í úrslitin. Einn keppenda þurfti því að taka poka sinn.

Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun
Spennan magnast og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Anna Fanney, Björgvin, Jóna Margrét og Stefán Óli stíga á stokk í undanúrslitaþættinum í Idolhöllinni annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2.

Myndaveisla: Rafmögnuð spenna böðuð í Hollywood glamúr
Þriðji þáttur af Idol þáttunum sem sýndir eru í beinni útsendingu fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Sex keppendur stigu á svið í Idol höllinni að Fossaleyni en einungis fjórir stóðu eftir í lok kvölds.

Bríet táraðist
Í Idol-keppni föstudagskvöldsins var kvikmynda- og sjónvarpsþáttaþema og áttu keppendur að velja sér lag úr þeim flokki.

Tveir keppendur sendir heim í kvöld: „Þetta er fáránlegt, ég er bara pirraður“
Þriðji þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, sex keppendur mættu til leiks en aðeins fjórir komust áfram í lok kvölds. Tveir keppendur voru sendir heim.

Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja annað kvöld
Þriðji þáttur útsláttarkeppni Idol fer fram annað kvöld í beinni útsendingu frá Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins sex keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands

Myndaveisla: Túbering, glingur og 80's múndering
Annar þáttur af Idol var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðinn föstudag. Sjö keppendur stigu þar á svið en aðeins sex komust áfram í lok kvölds.

Elísabet stal senunni: „Flutningur sem rústar svona keppni“
Annar þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni á föstudagskvöldið. Þátturinn var æsispennandi, sjö keppendur mættu til leiks en aðeins sex komust áfram í lok kvölds.

Seldist upp á nokkrum mínútum
Miðasala fyrir úrslitakvöld Idol í næstu viku opnaði eftir þáttinn í föstudagskvöld, eða um klukkan 21. Samkvæmt Tix.is seldist upp á nokkrum mínútum en um 450 miðar voru í boði.

Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu
Annar þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, sjö keppendur mættu til leiks en aðeins sex komust áfram í lok kvölds.

„Hvaða sögu viltu fá?“
Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir gaf út lagið Hvaða sögu viltu fá? á miðnætti sem er fyrsta smáskífa hennar af væntanlegri stuttskífu plötu. Frumflutningur lagsins verður í beinni útsendingu í Idol á Stöð 2 í kvöld.