Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 31. mars 2025 17:00 Anna Þóra Baldursdóttir býr ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu í Kenía. Í kaótískri höfuðborg Kenía, Naíróbí, býr Anna Þóra Baldursdóttir ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu Henný. Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira