Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 31. mars 2025 17:00 Anna Þóra Baldursdóttir býr ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu í Kenía. Í kaótískri höfuðborg Kenía, Naíróbí, býr Anna Þóra Baldursdóttir ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu Henný. Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira