Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 10:52 Myndin af Katrínu og börnunum var sú fyrsta sem birt var eftir að prinsessan gekkst undir aðgerð á kviðarholi á dögunum. Þögn konungsfjölskyldunnar um aðgerðina hefur að sjálfsögðu ýtt undir alls kyns kjaftasögur og samsæriskenningar. AP/Kin Cheung Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. „Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP. Bretland Kóngafólk Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
„Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira