Er náttúruverndin í öðru sæti? Jódís Skúladóttir og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 8. mars 2024 15:00 Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun