Jafnréttismál = Groundhog day Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2024 07:30 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun