Ákvörðun um að banna auglýsingu dregin til baka eftir mótmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 11:14 Ákvörðunin um að banna auglýsinguna var afturkölluð ekki síst vegna mótmæla frá fyrirsætunni sjálfri. Advertising Standards Authority, sem hefur eftirlit með auglýsingum á Bretlandseyjum, hefur afturkallað ákvörðun sína um að banna auglýsingu Calvin Klein, sem sýnir listamanninn FKA twigs hálfbera. Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá. Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá.
Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira