Ákvörðun um að banna auglýsingu dregin til baka eftir mótmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 11:14 Ákvörðunin um að banna auglýsinguna var afturkölluð ekki síst vegna mótmæla frá fyrirsætunni sjálfri. Advertising Standards Authority, sem hefur eftirlit með auglýsingum á Bretlandseyjum, hefur afturkallað ákvörðun sína um að banna auglýsingu Calvin Klein, sem sýnir listamanninn FKA twigs hálfbera. Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá. Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá.
Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira