Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Bandaríkjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 07:00 Guðný Ósk segir brasilísku rassasöguna helst hafa farið á flug í Bandaríkjunum. Vísir Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna. „Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
„Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira