Opnar Blush-verslun á Akureyri Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 14:36 Gerður er á leið norður í næstu viku til að gera klárt fyrir opnun á nýrri verslun Blush á Akureyri. Hún vonast til að geta opnað í lok næstu viku eða byrjun þarnæstu. Vísir/Einar Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði. „Við erum á að stofna á að opna um miðjan mars en það er ekki komin endanleg dagsetning“, segir Gerður í samtali við fréttastofu. „Við fengum húsnæðið afhent 1.mars og það er allt á fullu, verið að setja upp innréttingar og svona. Ég er sjálf á leiðinni norður í næstu viku til að klára að græja og gera. Vonandi getum við opnað í næstu eða byrjun þarnæstu viku.“ Langþráður draumur að rætast Gerður hefur að sögn lengi gælt við að opna verslun fyrir norðan. Hún hafi fundið fyrir mikilli eftirspurn en ekki fundið hentugt húsnæði fyrr en nú. Verslunin verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi en þó er gengið inn að utan. „Við erum með sér inngang og sér bílastæði beint fyrir utan, vísum út á Gleránna,“ útskýrir Gerður. „Svo það er hentugt fyrir kynlífstækjaverslun að því leitinu til að fólk getur bara hoppað inn, en þarf ekki að ganga í gegnum alla verslunarmiðstöðina. Pínu næði.“ Verslun Blush á Dalvegi í Reykjavík er tæpir 900 fermetrar og gríðarlega íburðarmikil. Húsnæðið í versluninni á Akureyri er talsvert minna í fermetrafjölda en Gerður segir að þeim mun meira verði lagt í hönnun innandyra. „Planið er að þetta endurspegli verslunina fyrir sunnan. Við stefnum á að vera með svona sjötíu prósent af vöruúrvalinu fyrir norðan en svo er hægt að fá sendar allar vörur með dagsfyrirvara.“ Loksins ástæða til að fara oftar til Akureyrar Líkt og áður segir hefur Gerður fundið mikla eftirspurn eftir kynlífstækjaverslun fyrir norðan en hún segir einnig dýpri ástæður fyrir opnuninni. „Ég er sjálf frá Akureyri og hef sterkar tengingar þangað. Stór hluti af minni fjölskyldu, ættingjum og vinum býr þar og nú hef ég loks ástæðu til að koma ennþá oftar til Akureyrar. Gerður hvetur fólk til að fylgjast með á Blush á samfélagsmiðlum til að fá nánari upplýsingar um dagsetningu á opnun nýju verslunarinnar þegar hún liggur fyrir. Verslun Kynlíf Akureyri Tengdar fréttir Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Við erum á að stofna á að opna um miðjan mars en það er ekki komin endanleg dagsetning“, segir Gerður í samtali við fréttastofu. „Við fengum húsnæðið afhent 1.mars og það er allt á fullu, verið að setja upp innréttingar og svona. Ég er sjálf á leiðinni norður í næstu viku til að klára að græja og gera. Vonandi getum við opnað í næstu eða byrjun þarnæstu viku.“ Langþráður draumur að rætast Gerður hefur að sögn lengi gælt við að opna verslun fyrir norðan. Hún hafi fundið fyrir mikilli eftirspurn en ekki fundið hentugt húsnæði fyrr en nú. Verslunin verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi en þó er gengið inn að utan. „Við erum með sér inngang og sér bílastæði beint fyrir utan, vísum út á Gleránna,“ útskýrir Gerður. „Svo það er hentugt fyrir kynlífstækjaverslun að því leitinu til að fólk getur bara hoppað inn, en þarf ekki að ganga í gegnum alla verslunarmiðstöðina. Pínu næði.“ Verslun Blush á Dalvegi í Reykjavík er tæpir 900 fermetrar og gríðarlega íburðarmikil. Húsnæðið í versluninni á Akureyri er talsvert minna í fermetrafjölda en Gerður segir að þeim mun meira verði lagt í hönnun innandyra. „Planið er að þetta endurspegli verslunina fyrir sunnan. Við stefnum á að vera með svona sjötíu prósent af vöruúrvalinu fyrir norðan en svo er hægt að fá sendar allar vörur með dagsfyrirvara.“ Loksins ástæða til að fara oftar til Akureyrar Líkt og áður segir hefur Gerður fundið mikla eftirspurn eftir kynlífstækjaverslun fyrir norðan en hún segir einnig dýpri ástæður fyrir opnuninni. „Ég er sjálf frá Akureyri og hef sterkar tengingar þangað. Stór hluti af minni fjölskyldu, ættingjum og vinum býr þar og nú hef ég loks ástæðu til að koma ennþá oftar til Akureyrar. Gerður hvetur fólk til að fylgjast með á Blush á samfélagsmiðlum til að fá nánari upplýsingar um dagsetningu á opnun nýju verslunarinnar þegar hún liggur fyrir.
Verslun Kynlíf Akureyri Tengdar fréttir Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00