Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu árið 2024 samanborið við árin 2009 til 2012 Gunnar Ármannsson skrifar 5. mars 2024 10:00 Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnar Ármannsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar