Hvatning frá Reykjalundi: Nálgumst offitu með faglegum hætti Árdís Björk Ármannsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 4. mars 2024 09:00 Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar