Sigurður Júlíus Leifsson er rekstrarstjóri World Class og einn af eigendum, enda bróðir Björns Leifssonar.
Siggi og Sigga hafa komið sér vel fyrir í einstaklega fallegu einbýlishúsi í Kópavoginum sem þau fjárfestu í fyrir fimmtán árum.
Í þættinum í gær kom í ljós að Sigurður er með leikmun úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem kom út árið 2013. Myndin var að hluta til tekinn upp hér á landi en vinur hans, Finni, gaf honum heljarinnar tjald sem notað var við gerð kvikmyndarinnar.
Hér að neðan má sjá þetta geggjaða partýtjald.