Áfram Bashar - áfram Ísland! Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 13:00 Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar