Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:06 Tjaldbúðir í Rafah. AP/Hatem Ali Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21