Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 21:21 Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment. EPA/CAROLINE BREHMAN Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins. Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins.
Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira