Ferðaþjónusta, innflytjendur og íslenskt samfélag Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 16:30 Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Bjarnheiður Hallsdóttir Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun