Stjórnlaust örríki Sævar Þór Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:30 Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun