Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:54 Varnarmálaráðherra Ísraels segir vopnahlé í suðri ekki þýða vopnahlé í norðri. EPA/Abir Sultan Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent