Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. febrúar 2024 21:11 Neyðin í Rafah vex með hverjum deginum sem líður. AP/Fatima Shbair Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira