Atvinnurekstur er allra hagur Gunnar Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum. Íslensk fyrirtæki keppa sín á milli um færasta starfsfólkið með því að bjóða sem best kaup og kjör. Í ofanálag á íslenskt atvinnulíf í virkri samkeppni við aðrar þjóðir um fólk. Séu lífsgæði hérlendis ekki betri en annars staðar, eða í það minnsta jafngóð, myndu fáir kjósa að flytjast til landsins og við yrðum fljótt uppiskroppa með mannauð. Án fyrirtækja er engin atvinna Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað og rekið fyrirtæki. Það skiptir því miklu að gata þeirra einstaklinga sé greidd en með því má einnig tryggja að allir fái tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Sömu aðilarnir þurfa einnig að hafa greitt aðgengi að fjármagni svo unnt sé að fjárfesta í búnaði og tækjum sem auka afköst starfsmanna. Uppruni fjármagnsins getur verið eigið fé, lánsfé eða gróði. Til þess að geta svo greitt starfsmanninum laun fyrir sitt framlag þarf fyrirtækinu að ganga skaplega. Fyrirtæki, sem vegnar betur, geta einnig greitt hærri laun. Þess vegna mætti gera ráð fyrir því að starfsmenn vilji hag fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá sem mestan. Í grundvallaratriðum hafa atvinnurekendur og launafólk nefnilega sömu hagsmuna að gæta. Arðbærari fyrirtæki geta borgað betur Enginn rekstur er án áhættu en blessunarlega er til fólk sem er tilbúið að taka þá áhættu. Þeir sem kjósa að binda tíma eða fjármagn í fyrirtækjum ættu því að gera kröfu um ásættanlega ávöxtun eigin fjár. Án arðsemi myndu fæstir stunda atvinnurekstur. Þess vegna skiptir íslenskt samfélag miklu máli að við búum að arðbærum atvinnugreinum en að öllu jöfnu borga þær einnig betur og ráðast frekar í fjárfestingar sem auka framleiðni og verðmætasköpun. Þótt staðan sé góð í sumum atvinnugreinum þá á það hvorki við um allar atvinnugreinar né öll þau 19.000 fyrirtæki sem greiða laun á Íslandi. Í kjaraviðræðum eru gjarnan dregnar fram tölur um arðsemi atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja sem viðmið um hvað sé til skiptanna. Slík nálgun skautar framhjá þeirri sundurleitni sem finnst í afkomu íslenskra fyrirtækja. Árin 2019 – 2022 var afkoma jákvæð sem hlutfall af tekjum í um tveimur af hverjum þremur atvinnugreinum (mynd 1). Af þeim fyrirtækjum sem höfðu jákvæða afkomu var aðeins rúmlega helmingur þeirra með afkomu umfram almennar verðlagshækkanir. Þá sést einnig að þó svo að sumum atvinnugreinum gangi vel um þessar mundir hafa aðrar ekki enn náð sér á strik eftir heimsfaraldur. Að styðjast við arðsemistölur hjá einu fyrirtæki eða atvinnugrein og setja sem viðmið um launahækkanir í annarri mun leiða af sér niðurstöðu sem vinnur gegn sameiginlegum hagsmunum og yfirlýstum markmiðum kjarasamninga, að vinna bug á verðbólgunni. Fyrirtækin reyna að vinna bug á verðbólgunni Atvinnulífið hefur umtalsverða hagsmuni af því að ná niður verðbólgunni enda þrífst atvinnurekstur illa ef stöðugleiki er ekki fyrir hendi. Í þeirri viðleitni hafa mörg fyrirtæki sýnt eindreginn vilja til að halda aftur af verðlagshækkunum og sum jafnvel gengið svo langt að frysta verð tímabundið. Greining Seðlabankans á tilurð verðbólgunnar leiddi í ljós að íslensk fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Í Peningamálum sem voru gefin út í nóvember sl. kom fram að álagning innlendra fyrirtækja hefði ekki vegið þungt í þróun verðbólgu árin 2019 – 2022 (mynd 2). Aukna verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til óvæntra skella og benda gögnin til þess að hæglega megi fullyrða að fyrirtækin hafi unnið gegn verðbólgu með hóflegri álagningu. Meintum staðhæfingum um hagnaðardrifna verðbólgu hefur þannig verið vísað á bug. Það kemur fæstum á óvart að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er enn tíðrætt um gróðaverðbólguna og gefa ekki mikið fyrir greiningu Seðlabankans. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að sömu aðilarnir dæmi orð Seðlabankastjóra trúverðug, þegar hann segir að forsenduákvæði í kjarasamningum um vaxtalækkanir vegi ekki að sjálfstæði bankans. Látum það liggja á milli hluta. Hagsmunirnir eru sameiginlegir Að öllu virtu er ljóst að hagsmunir atvinnulífs og heimila fari saman. Á meðan aðilar vinnumarkaðarins karpa um hvernig skipta eigi verðmætunum þá eru það fyrirtæki og starfsfólk sem vinna saman að verðmætasköpuninni. Það er skýr vitnisburður um sameiginlega hagsmuni atvinnulífs og heimila, enda móta þau saman grundvöll þeirra lífskjara sem þjóðin hefur átt að venjast. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Gunnar Úlfarsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum. Íslensk fyrirtæki keppa sín á milli um færasta starfsfólkið með því að bjóða sem best kaup og kjör. Í ofanálag á íslenskt atvinnulíf í virkri samkeppni við aðrar þjóðir um fólk. Séu lífsgæði hérlendis ekki betri en annars staðar, eða í það minnsta jafngóð, myndu fáir kjósa að flytjast til landsins og við yrðum fljótt uppiskroppa með mannauð. Án fyrirtækja er engin atvinna Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað og rekið fyrirtæki. Það skiptir því miklu að gata þeirra einstaklinga sé greidd en með því má einnig tryggja að allir fái tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Sömu aðilarnir þurfa einnig að hafa greitt aðgengi að fjármagni svo unnt sé að fjárfesta í búnaði og tækjum sem auka afköst starfsmanna. Uppruni fjármagnsins getur verið eigið fé, lánsfé eða gróði. Til þess að geta svo greitt starfsmanninum laun fyrir sitt framlag þarf fyrirtækinu að ganga skaplega. Fyrirtæki, sem vegnar betur, geta einnig greitt hærri laun. Þess vegna mætti gera ráð fyrir því að starfsmenn vilji hag fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá sem mestan. Í grundvallaratriðum hafa atvinnurekendur og launafólk nefnilega sömu hagsmuna að gæta. Arðbærari fyrirtæki geta borgað betur Enginn rekstur er án áhættu en blessunarlega er til fólk sem er tilbúið að taka þá áhættu. Þeir sem kjósa að binda tíma eða fjármagn í fyrirtækjum ættu því að gera kröfu um ásættanlega ávöxtun eigin fjár. Án arðsemi myndu fæstir stunda atvinnurekstur. Þess vegna skiptir íslenskt samfélag miklu máli að við búum að arðbærum atvinnugreinum en að öllu jöfnu borga þær einnig betur og ráðast frekar í fjárfestingar sem auka framleiðni og verðmætasköpun. Þótt staðan sé góð í sumum atvinnugreinum þá á það hvorki við um allar atvinnugreinar né öll þau 19.000 fyrirtæki sem greiða laun á Íslandi. Í kjaraviðræðum eru gjarnan dregnar fram tölur um arðsemi atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja sem viðmið um hvað sé til skiptanna. Slík nálgun skautar framhjá þeirri sundurleitni sem finnst í afkomu íslenskra fyrirtækja. Árin 2019 – 2022 var afkoma jákvæð sem hlutfall af tekjum í um tveimur af hverjum þremur atvinnugreinum (mynd 1). Af þeim fyrirtækjum sem höfðu jákvæða afkomu var aðeins rúmlega helmingur þeirra með afkomu umfram almennar verðlagshækkanir. Þá sést einnig að þó svo að sumum atvinnugreinum gangi vel um þessar mundir hafa aðrar ekki enn náð sér á strik eftir heimsfaraldur. Að styðjast við arðsemistölur hjá einu fyrirtæki eða atvinnugrein og setja sem viðmið um launahækkanir í annarri mun leiða af sér niðurstöðu sem vinnur gegn sameiginlegum hagsmunum og yfirlýstum markmiðum kjarasamninga, að vinna bug á verðbólgunni. Fyrirtækin reyna að vinna bug á verðbólgunni Atvinnulífið hefur umtalsverða hagsmuni af því að ná niður verðbólgunni enda þrífst atvinnurekstur illa ef stöðugleiki er ekki fyrir hendi. Í þeirri viðleitni hafa mörg fyrirtæki sýnt eindreginn vilja til að halda aftur af verðlagshækkunum og sum jafnvel gengið svo langt að frysta verð tímabundið. Greining Seðlabankans á tilurð verðbólgunnar leiddi í ljós að íslensk fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Í Peningamálum sem voru gefin út í nóvember sl. kom fram að álagning innlendra fyrirtækja hefði ekki vegið þungt í þróun verðbólgu árin 2019 – 2022 (mynd 2). Aukna verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til óvæntra skella og benda gögnin til þess að hæglega megi fullyrða að fyrirtækin hafi unnið gegn verðbólgu með hóflegri álagningu. Meintum staðhæfingum um hagnaðardrifna verðbólgu hefur þannig verið vísað á bug. Það kemur fæstum á óvart að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er enn tíðrætt um gróðaverðbólguna og gefa ekki mikið fyrir greiningu Seðlabankans. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að sömu aðilarnir dæmi orð Seðlabankastjóra trúverðug, þegar hann segir að forsenduákvæði í kjarasamningum um vaxtalækkanir vegi ekki að sjálfstæði bankans. Látum það liggja á milli hluta. Hagsmunirnir eru sameiginlegir Að öllu virtu er ljóst að hagsmunir atvinnulífs og heimila fari saman. Á meðan aðilar vinnumarkaðarins karpa um hvernig skipta eigi verðmætunum þá eru það fyrirtæki og starfsfólk sem vinna saman að verðmætasköpuninni. Það er skýr vitnisburður um sameiginlega hagsmuni atvinnulífs og heimila, enda móta þau saman grundvöll þeirra lífskjara sem þjóðin hefur átt að venjast. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun