Hinn körfuboltastrákurinn dó líka eftir hnífaárásina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 10:31 Artem Kozachenko lék með nítján ára liði ART Giants Düsseldorf. @artgiants Hnífstunguárásin á ungu úkraínsku körfuboltastrákana úr ART Giants Düsseldorf liðinu kostaði þá á endanum lífið. Liðsfélagarnir voru staddir með félagsliði sínu í keppnisferð í þýsku borginni Oberhausen þegar hópur réðst á þá með hnífa á lofti. Volodymyr Yermakov lést strax eftir árásina en liðsfélagi hans Artem Kozachenko lá í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann lést af sárum sínum tæpri viku síðar. Félagið greindi frá þessu á miðlum sínum og minntist góðra félaga. Báðir voru þeir átján ára körfuboltamenn frá Úkraínu sem höfðu flúið stríðið í heimalandinu og fengið griðastað hjá þýska körfuboltafélaginu í Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Yermakov lést strax af sárum sínum en Kozachenko barðist fyrir lífi sínu í gjörgæslu í næstum því heila viku. Vonir voru um að Yermakov myndi lifa af árásina en ástand hans versnaði skyndilega og á endanum gátu læknar ekkert gert til að bjarga honum. Úkraínumenn halda því fram að árásin sé tengd innrás Rússa í Úkraínu en rannsókn lögreglu stendur yfir. Strákarnir léku með nítján ára liði félagsins og ART Giants minnist þeirra á miðlum sínum. „Eins og með Vova, þá var hinn átján ára gamli Úkraínumaður Artem mikilvægur hluti af nítján ára liði okkar. Við erum í miklu áfalli, syrgjum saman og þurfum að kveðja annan efnilegan körfuboltamann úr okkar röðum. Eins og með Vova þá var Artem einstaklega vinsæll liðsfélagi sem og hjá þjálfurum og vinum. Allir hafa bara jákvæða hluti að segja um hann. Auk þess að vera hæfileikaríkur og agaður við körfuboltaæfingarnar þá var Artem skemmtileg, húmorísk og fordómalaus manneskja. Artem og Vova voru miklir vinir og sýndu með því mikilvægi mannlegra tengsla og hversu dýrmætt gott samfélag er í okkar lífi,“ segir í minningarorðum um þá félaga á miðlum ART Giants Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Þýski körfuboltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Liðsfélagarnir voru staddir með félagsliði sínu í keppnisferð í þýsku borginni Oberhausen þegar hópur réðst á þá með hnífa á lofti. Volodymyr Yermakov lést strax eftir árásina en liðsfélagi hans Artem Kozachenko lá í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann lést af sárum sínum tæpri viku síðar. Félagið greindi frá þessu á miðlum sínum og minntist góðra félaga. Báðir voru þeir átján ára körfuboltamenn frá Úkraínu sem höfðu flúið stríðið í heimalandinu og fengið griðastað hjá þýska körfuboltafélaginu í Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Yermakov lést strax af sárum sínum en Kozachenko barðist fyrir lífi sínu í gjörgæslu í næstum því heila viku. Vonir voru um að Yermakov myndi lifa af árásina en ástand hans versnaði skyndilega og á endanum gátu læknar ekkert gert til að bjarga honum. Úkraínumenn halda því fram að árásin sé tengd innrás Rússa í Úkraínu en rannsókn lögreglu stendur yfir. Strákarnir léku með nítján ára liði félagsins og ART Giants minnist þeirra á miðlum sínum. „Eins og með Vova, þá var hinn átján ára gamli Úkraínumaður Artem mikilvægur hluti af nítján ára liði okkar. Við erum í miklu áfalli, syrgjum saman og þurfum að kveðja annan efnilegan körfuboltamann úr okkar röðum. Eins og með Vova þá var Artem einstaklega vinsæll liðsfélagi sem og hjá þjálfurum og vinum. Allir hafa bara jákvæða hluti að segja um hann. Auk þess að vera hæfileikaríkur og agaður við körfuboltaæfingarnar þá var Artem skemmtileg, húmorísk og fordómalaus manneskja. Artem og Vova voru miklir vinir og sýndu með því mikilvægi mannlegra tengsla og hversu dýrmætt gott samfélag er í okkar lífi,“ segir í minningarorðum um þá félaga á miðlum ART Giants Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants)
Þýski körfuboltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira