Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 21:11 Hildur gefur lítið fyrir kenningu Össurar. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira