Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 21:11 Hildur gefur lítið fyrir kenningu Össurar. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira