Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:16 Úkraínskir þjóðvarnarliðar við æfingar. AP/Efrem Lukatsky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt hinn 60 milljarð dala pakka en málið hefur ekki komist í gegnum fulltrúadeildina sökum andstöðu meðal Repúblikana. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir tafirnar þegar farnar að koma niður á Úkraínu, þar sem Rússar hafi nýtt sér aðfangaskort Úkraínuhers til að sækja fram. Staðan sé orðin erfið víða á framlínunni, ekki síst þar sem Rússar hafi mikinn herafla. Bandaríkjamenn sendu Úkraínu svokallaðar Atacms-eldflaugar í fyrra, með þeim skilyrðum að þær yrðu ekki notaðar gegn skotmörkum í Rússlandi. Nú virðast þeir reiðubúnir til að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægri útgáfu eldflauganna, sem myndi gera þeim kleift að ráðast gegn skotmörkum á Krímskaga. Samkvæmt heimildarmönnum NBC gæti framkvæmdin orðið þannig að bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins flyttu flaugar til Úkraínu gegn því að Bandaríkjamenn fylltu á birgðir þeirra síðar. Rússar náðu Avdiivka á sitt vald á dögunum, sem varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, sagði sýna að Úkraínumenn þyrftu að fá langdræg vopn til að geta tortímt þyrpingum óvinarins. Langdræg vopn eru einnig sögð hafa verið til umræðu á fundi Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu á laugardag. Kulega sagði í kjölfarið að langdrægar flaugar væru eina leiðin til að ná aftur hernumdum svæðum Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt hinn 60 milljarð dala pakka en málið hefur ekki komist í gegnum fulltrúadeildina sökum andstöðu meðal Repúblikana. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir tafirnar þegar farnar að koma niður á Úkraínu, þar sem Rússar hafi nýtt sér aðfangaskort Úkraínuhers til að sækja fram. Staðan sé orðin erfið víða á framlínunni, ekki síst þar sem Rússar hafi mikinn herafla. Bandaríkjamenn sendu Úkraínu svokallaðar Atacms-eldflaugar í fyrra, með þeim skilyrðum að þær yrðu ekki notaðar gegn skotmörkum í Rússlandi. Nú virðast þeir reiðubúnir til að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægri útgáfu eldflauganna, sem myndi gera þeim kleift að ráðast gegn skotmörkum á Krímskaga. Samkvæmt heimildarmönnum NBC gæti framkvæmdin orðið þannig að bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins flyttu flaugar til Úkraínu gegn því að Bandaríkjamenn fylltu á birgðir þeirra síðar. Rússar náðu Avdiivka á sitt vald á dögunum, sem varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, sagði sýna að Úkraínumenn þyrftu að fá langdræg vopn til að geta tortímt þyrpingum óvinarins. Langdræg vopn eru einnig sögð hafa verið til umræðu á fundi Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu á laugardag. Kulega sagði í kjölfarið að langdrægar flaugar væru eina leiðin til að ná aftur hernumdum svæðum Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira