Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:16 Úkraínskir þjóðvarnarliðar við æfingar. AP/Efrem Lukatsky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt hinn 60 milljarð dala pakka en málið hefur ekki komist í gegnum fulltrúadeildina sökum andstöðu meðal Repúblikana. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir tafirnar þegar farnar að koma niður á Úkraínu, þar sem Rússar hafi nýtt sér aðfangaskort Úkraínuhers til að sækja fram. Staðan sé orðin erfið víða á framlínunni, ekki síst þar sem Rússar hafi mikinn herafla. Bandaríkjamenn sendu Úkraínu svokallaðar Atacms-eldflaugar í fyrra, með þeim skilyrðum að þær yrðu ekki notaðar gegn skotmörkum í Rússlandi. Nú virðast þeir reiðubúnir til að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægri útgáfu eldflauganna, sem myndi gera þeim kleift að ráðast gegn skotmörkum á Krímskaga. Samkvæmt heimildarmönnum NBC gæti framkvæmdin orðið þannig að bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins flyttu flaugar til Úkraínu gegn því að Bandaríkjamenn fylltu á birgðir þeirra síðar. Rússar náðu Avdiivka á sitt vald á dögunum, sem varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, sagði sýna að Úkraínumenn þyrftu að fá langdræg vopn til að geta tortímt þyrpingum óvinarins. Langdræg vopn eru einnig sögð hafa verið til umræðu á fundi Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu á laugardag. Kulega sagði í kjölfarið að langdrægar flaugar væru eina leiðin til að ná aftur hernumdum svæðum Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt hinn 60 milljarð dala pakka en málið hefur ekki komist í gegnum fulltrúadeildina sökum andstöðu meðal Repúblikana. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir tafirnar þegar farnar að koma niður á Úkraínu, þar sem Rússar hafi nýtt sér aðfangaskort Úkraínuhers til að sækja fram. Staðan sé orðin erfið víða á framlínunni, ekki síst þar sem Rússar hafi mikinn herafla. Bandaríkjamenn sendu Úkraínu svokallaðar Atacms-eldflaugar í fyrra, með þeim skilyrðum að þær yrðu ekki notaðar gegn skotmörkum í Rússlandi. Nú virðast þeir reiðubúnir til að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægri útgáfu eldflauganna, sem myndi gera þeim kleift að ráðast gegn skotmörkum á Krímskaga. Samkvæmt heimildarmönnum NBC gæti framkvæmdin orðið þannig að bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins flyttu flaugar til Úkraínu gegn því að Bandaríkjamenn fylltu á birgðir þeirra síðar. Rússar náðu Avdiivka á sitt vald á dögunum, sem varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, sagði sýna að Úkraínumenn þyrftu að fá langdræg vopn til að geta tortímt þyrpingum óvinarins. Langdræg vopn eru einnig sögð hafa verið til umræðu á fundi Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu á laugardag. Kulega sagði í kjölfarið að langdrægar flaugar væru eina leiðin til að ná aftur hernumdum svæðum Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira