Tvær konur geta leyst stóru málin Sandra B. Franks skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun