Lillard vann annað árið í röð og Curry hafði betur í einvíginu Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 11:01 Lillard með verðlaunin eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Þriggja stiga keppni NBA-deildarinnar var háð í nótt. Bæði fór hin hefðbundna keppni fram en einnig mættust Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi bestu skytta NBA og WNBA-deildanna. Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira