Lillard vann annað árið í röð og Curry hafði betur í einvíginu Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 11:01 Lillard með verðlaunin eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Þriggja stiga keppni NBA-deildarinnar var háð í nótt. Bæði fór hin hefðbundna keppni fram en einnig mættust Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi bestu skytta NBA og WNBA-deildanna. Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024 NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira