Umræða um ofgreiningu á ADHD og einhverfu Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 15:00 Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar