Að taka mark á konum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 13:01 Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Jafnréttismál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun