„Þeir sem fengu úthlutað eru allir ánægðir“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun