Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 06:54 Ibrahim Hasouna missti átta ástvini í árásum Ísraelsmanna, þegar ráðist var í aðgerðir til að frelsa gísla í haldi Hamas. Hasouna segir húsið þar sem ættingjar hans dvöldu hins vegar hafa verið langt frá þeim stað þar sem gíslunum var haldið. AP/Fatima Shbair Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. Griffiths sendi frá sér óvenju harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að Palestínubúar á Gasa hefðu nú þegar mátt sæta árás sem væri fordæmalaus hvað varðaði umfang og hörku. Yfir milljón manns dveldu nú í Rafah og „störðu í andlit dauðans“. Griffiths sagði mat og lyf af skornum skammti og að menn gætu hvergi farið. Innrás inn yrði dauðadómur yfir öllu hjálparstarfi á svæðinu. Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsmenn ekki hafa lagt fram neina áætlun um rýmingu svæðisins og að Sameinuðu þjóðirnar myndu ekki taka þátt í að flytja fólk á brott. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Ísrael við því að ráðast inn í Rafah án þess að grípa til ráðstafana til að vernda almenna borgara. Þá hefur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og núverandi utanríkisráðherra, hvatt Ísraelsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta til skarar skríða. Cameron sagði á breska þinginu í gær að Ísrael væri að brjóta alþjóðalög ef það tryggði ekki íbúum Gasa vatn og mat. Þá væri hreinlega ómögulegt að rýma Rafah fyrir fyrirhugaða innrás, líkt og Ísraelar hafa talað um. Ráðherrann sagði Bandaríkjamenn farna að íhuga að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, án samþykkis Ísraels. Ísraelsmenn ættu ekki að hafa neitunarvald hvað þetta varðaði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Griffiths sendi frá sér óvenju harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að Palestínubúar á Gasa hefðu nú þegar mátt sæta árás sem væri fordæmalaus hvað varðaði umfang og hörku. Yfir milljón manns dveldu nú í Rafah og „störðu í andlit dauðans“. Griffiths sagði mat og lyf af skornum skammti og að menn gætu hvergi farið. Innrás inn yrði dauðadómur yfir öllu hjálparstarfi á svæðinu. Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsmenn ekki hafa lagt fram neina áætlun um rýmingu svæðisins og að Sameinuðu þjóðirnar myndu ekki taka þátt í að flytja fólk á brott. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Ísrael við því að ráðast inn í Rafah án þess að grípa til ráðstafana til að vernda almenna borgara. Þá hefur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og núverandi utanríkisráðherra, hvatt Ísraelsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta til skarar skríða. Cameron sagði á breska þinginu í gær að Ísrael væri að brjóta alþjóðalög ef það tryggði ekki íbúum Gasa vatn og mat. Þá væri hreinlega ómögulegt að rýma Rafah fyrir fyrirhugaða innrás, líkt og Ísraelar hafa talað um. Ráðherrann sagði Bandaríkjamenn farna að íhuga að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, án samþykkis Ísraels. Ísraelsmenn ættu ekki að hafa neitunarvald hvað þetta varðaði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira