Lennon hættur eftir hundrað mörk: „Ekki eitthvað sem ég planaði“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 15:30 Steven Lennon er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar. vísir/Hulda Margrét Skoski knattspyrnumaðurinn Steven Lennon, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, er hættur að spila fótbolta og hefur snúið sér að þjálfun. Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir. Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir.
Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira