Garðabær og ásýnd spillingar Harpa Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 13. febrúar 2024 10:31 Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar