Staðfestu öll brot Svens á auglýsingabanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2024 09:54 Svens rekur fjölda nikótínpúðaverslana. Þessi er í Borgartúni í Reykjavík. Vísir/Egill Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu að Svens braut gegn auglýsingabanni gegn nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins. Það var sumarið 2023 sem Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar nikótínpúðaverslunarsinnar hefðu verið ólögmætar og fékk fyrirtækið fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Örsmátt letur um nikótínleysi Annars vegar var um að ræða auglýsingu af fígúrunni Sven, hinum ljóshærða karlmanni í bláum bol með svört gleraugu, dansandi með nikótínpúða undir vörinni og með púðadós í annari hendi. Yfirskriftin var „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar var það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið var að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Eigendur Svens ákváðu að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Kristján Ra. Kristjánsson, sem á fjörutíu prósenta hlut í félaginu sagðist vilja fá efnislega niðurstöðu í málið. Eigendurnir myndu ekki hika við að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Auk Kristjáns á Ragnar Orri Benediktsson 40 prósenta hlut í fyrirtækinu og Matthías Björnsson 20 prósent. Auglýsingarnar verði að vera skýrar Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála segir að nefndin telji meðalhófs hafa verið gætt við setningu laga sem banna auglýsingar á nikótínvörum þrátt fyrir að tjáningarfrelsi Svens og annarra sem selja nikótínvörur hafi verið skert. Ákvörðun Neytendastofu snúi að kynningu á vörum sem innihaldi ekki nikótín og við skýringu á ákvæðum laganna þurfi að líta til þess að þau feli í sér takmörkun á stjórnarskrárbundnum réttindum. Þrátt fyrir það verði einnig að gera ákveðnar kröfur um að ekki fari á milli mála að þær vörur sem auglýstar eru falli utan auglýsingabannsins. Auglýsingar sem geti átt við um bæði nikótínvörur og nikótínlausar vörur verði því taldar falla undir bannið. Þá segir nefndin að auglýsingar Svens séu ekki nægjanlega skýrar um að auglýstar vörur séu nikótínlausar. Því brjóti þær gegn auglýsingabanni. Háttsemi Svens brjóti í bága við góða viðskiptahætti. Var ákvörðun Neytendastofu staðfest að öllu leyti. Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Það var sumarið 2023 sem Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar nikótínpúðaverslunarsinnar hefðu verið ólögmætar og fékk fyrirtækið fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Örsmátt letur um nikótínleysi Annars vegar var um að ræða auglýsingu af fígúrunni Sven, hinum ljóshærða karlmanni í bláum bol með svört gleraugu, dansandi með nikótínpúða undir vörinni og með púðadós í annari hendi. Yfirskriftin var „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar var það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið var að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Eigendur Svens ákváðu að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Kristján Ra. Kristjánsson, sem á fjörutíu prósenta hlut í félaginu sagðist vilja fá efnislega niðurstöðu í málið. Eigendurnir myndu ekki hika við að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Auk Kristjáns á Ragnar Orri Benediktsson 40 prósenta hlut í fyrirtækinu og Matthías Björnsson 20 prósent. Auglýsingarnar verði að vera skýrar Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála segir að nefndin telji meðalhófs hafa verið gætt við setningu laga sem banna auglýsingar á nikótínvörum þrátt fyrir að tjáningarfrelsi Svens og annarra sem selja nikótínvörur hafi verið skert. Ákvörðun Neytendastofu snúi að kynningu á vörum sem innihaldi ekki nikótín og við skýringu á ákvæðum laganna þurfi að líta til þess að þau feli í sér takmörkun á stjórnarskrárbundnum réttindum. Þrátt fyrir það verði einnig að gera ákveðnar kröfur um að ekki fari á milli mála að þær vörur sem auglýstar eru falli utan auglýsingabannsins. Auglýsingar sem geti átt við um bæði nikótínvörur og nikótínlausar vörur verði því taldar falla undir bannið. Þá segir nefndin að auglýsingar Svens séu ekki nægjanlega skýrar um að auglýstar vörur séu nikótínlausar. Því brjóti þær gegn auglýsingabanni. Háttsemi Svens brjóti í bága við góða viðskiptahætti. Var ákvörðun Neytendastofu staðfest að öllu leyti.
Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent