Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna fordæmalausrar stöðu á Gaza Steinunn Bergmann skrifar 12. febrúar 2024 12:01 Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun