Mikilvæg uppbygging orkuinnviða HS Orku á Reykjanesi Birna Lárusdóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:00 Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar