Matarbirgðir til sveltandi Gasabúa sitja fastar í ísraelska tollinum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 15:02 Hundruðir þúsunda dvelja í frumstæðum tjaldbúðum í borginni Rafah. AP/Fatima Shbair Matarbirgðir ætlaðar rúmri milljón Palestínumönnum á vergangi eru fastar í ísraelskri höfn vegna boða ísraelskra yfirvalda. Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira