Pútín segir Musk óstöðvandi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. febrúar 2024 09:00 Rússlandsforseti hefur áður látið hafa eftir sér að Elon Musk sé „óumdeilanlega frábær manneskja“. AP Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. „Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink. Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
„Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink.
Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56