Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2024 13:42 Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur segir Facetime-fund fjölskyldunnar hafa verið hjartnæmann. Ívar Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. Konurnar eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur. María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona og Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur. Líkt og greint hefur verið frá flugu þær frá Íslandi til Egyptalands í síðustu viku og tókst þeim á fjórum dögum að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum, frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands. Eina fyrirstaðan sé ákvarðanatakan Þær segja að þó ferðalag fólksins sé langt hafi flutningurinn verið nokkuð einfaldur enda segir Kristín mikinn samstarfsvilja allra hlutaðeigandi á svæðinu. „Fyrir íslenskan diplómata þá væri þetta allt töluvert einfaldara. Það sem var rosalega skýrt var að eina fyrirstaðan var í raun þessi ákvörðun, að taka ákvörðum um að ná í þau þannig það er bara vilji sem þetta strandaði á. Það eru engar tæknilegar flækjur, þetta er ekki einu sinni dýrt. Sérstaklega ekki þegar maður hugsar hvað maður er að borga fyrir,“ segir Kristín. Kyssti skjáinn Þær lýsa stundinni þegar þær fengu börnin í hendurnar sem óraunverulegri og segja forréttindi að fá að taka á móti börnunum. Faðir barnanna hefur dvalið á Íslandi síðustu ár og mótmælt á Austurvelli undanfarna daga. Hann hefur aldrei hitt yngsta barnið sitt og voru því eðlilega miklar tilfinningar þegar hann ræddi við það á Facetime í gær. „Hann getur ekki beðið eftir að fá að snerta þau og taka utan um þau. Ég veit að það er erfitt fyrir hann að vera ekki hérna en það tekur Palestínubúa tuttugu daga að fá ferðaleyfi til Egyptalands. Við Facetime-uðum hann þegar við vorum komnar og hann náttúrulega er alsæll, hló og börnin kysstu skjáinn. Þetta var ótrúlega hjartnæm og yndisleg stund,“ segir Bergþóra. Samtökin Solaris hafa efnt til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja þá 128 Palestínumenn frá Gasa til Íslands sem eru með dvalarleyfi hér á grundvelli fjölskyldusameiningar. Ætla að halda áfram að flytja börn af svæðinu Konurnar þrjár ætla nú að skipta liði. Bergþóra og Kristín fara með börnin sem þær tóku á móti í gær heim til Íslands en María Lilja verður áfram á svæðinu og ætlar að halda áfram að flytja dvalarleyfishafa frá Gasasvæðinu þar til fulltrúar utanríkisráðuneytisins taka við sér, eins og þær orða það. Þær gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. „Við höfum rætt við diplómata sem hafa gert okkur grein fyrir því að Ísland sé eina þjóðin sem hefur ekki sést hér við landamærin og hefur ekki verið í þessu nána samstarfi Evrópuþjóða við að ná sínu fólki út og yfir landamærin,“ segir María Lilja. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7. febrúar 2024 09:50 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Konurnar eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur. María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona og Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur. Líkt og greint hefur verið frá flugu þær frá Íslandi til Egyptalands í síðustu viku og tókst þeim á fjórum dögum að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum, frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands. Eina fyrirstaðan sé ákvarðanatakan Þær segja að þó ferðalag fólksins sé langt hafi flutningurinn verið nokkuð einfaldur enda segir Kristín mikinn samstarfsvilja allra hlutaðeigandi á svæðinu. „Fyrir íslenskan diplómata þá væri þetta allt töluvert einfaldara. Það sem var rosalega skýrt var að eina fyrirstaðan var í raun þessi ákvörðun, að taka ákvörðum um að ná í þau þannig það er bara vilji sem þetta strandaði á. Það eru engar tæknilegar flækjur, þetta er ekki einu sinni dýrt. Sérstaklega ekki þegar maður hugsar hvað maður er að borga fyrir,“ segir Kristín. Kyssti skjáinn Þær lýsa stundinni þegar þær fengu börnin í hendurnar sem óraunverulegri og segja forréttindi að fá að taka á móti börnunum. Faðir barnanna hefur dvalið á Íslandi síðustu ár og mótmælt á Austurvelli undanfarna daga. Hann hefur aldrei hitt yngsta barnið sitt og voru því eðlilega miklar tilfinningar þegar hann ræddi við það á Facetime í gær. „Hann getur ekki beðið eftir að fá að snerta þau og taka utan um þau. Ég veit að það er erfitt fyrir hann að vera ekki hérna en það tekur Palestínubúa tuttugu daga að fá ferðaleyfi til Egyptalands. Við Facetime-uðum hann þegar við vorum komnar og hann náttúrulega er alsæll, hló og börnin kysstu skjáinn. Þetta var ótrúlega hjartnæm og yndisleg stund,“ segir Bergþóra. Samtökin Solaris hafa efnt til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja þá 128 Palestínumenn frá Gasa til Íslands sem eru með dvalarleyfi hér á grundvelli fjölskyldusameiningar. Ætla að halda áfram að flytja börn af svæðinu Konurnar þrjár ætla nú að skipta liði. Bergþóra og Kristín fara með börnin sem þær tóku á móti í gær heim til Íslands en María Lilja verður áfram á svæðinu og ætlar að halda áfram að flytja dvalarleyfishafa frá Gasasvæðinu þar til fulltrúar utanríkisráðuneytisins taka við sér, eins og þær orða það. Þær gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. „Við höfum rætt við diplómata sem hafa gert okkur grein fyrir því að Ísland sé eina þjóðin sem hefur ekki sést hér við landamærin og hefur ekki verið í þessu nána samstarfi Evrópuþjóða við að ná sínu fólki út og yfir landamærin,“ segir María Lilja.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7. febrúar 2024 09:50 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7. febrúar 2024 09:50
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23