Pössuðu ekki nógu vel upp á farangurinn og þurfa að greiða bætur Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2024 07:54 Hjónin þurftu að ná flugi til Frakklands og höfðu því ekki tíma til að leysa málið að fullu með starfsmanni hótelsins. Getty Ónefnt hótel á Íslandi þarf að greiða hjónum sem greiddu þar fyrir gistingu um 170 þúsund krónur í bætur eftir að farangri hjónanna var stolið af hótelinu. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hafi bókað gistingu á hótelinu í eina nótt í ágúst 2022. Á brottfarardeginum hafi hjónin óskað eftir því að fá að geyma farangurinn í afgreiðslu hótelsins á meðan þau skoðuðu sig um í Reykjavík. Starfsmaður hótelsins féllst á það en þegar þegar hjónin komu til baka var farangurinn horfinn og fengu hjónin þær upplýsingar að þar sem engin læst farangursgeymsla væri á hótelinu hafi farangurinn verið geymdur á gangi, á bak við afgreiðsluna og án nokkurs eftirlits. Hjónin þurftu að ná flugi til Frakklands og höfðu því ekki tíma til að leysa málið að fullu með starfsmanni hótelsins sem fullyrti þó að hjónin myndu fá farangurinn bættan eftir að hjónin hefðu gefið skýrslu hjá lögreglu. Svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hefði fylgt leiðbeiningum starfsmannsins og gefið skýrslu hjá lögreglu en hótelið hefði hins vegar hvorki bætt þeim tjónið sé svarað ítrekuðum tölvupóstum. Eiginkonan leitaði þá til kærunefndarinnar og fór fram á skaðabætur að fjárhæð 1.206 evrur, sem samsvarar um 170 þúsund krónur, vegna hins stolna farangurs. Lögðu hjónin meðal annars fram kvittanir vegna fatnaðs sem hafi verið keyptur hérlendis og verið í töskunni. Vanræktu tillitsskyldu Nefndin telur sem svo að þar sem munnlegt samkomulag hafi verið gert um geymslu farangursins og að farangurinn hafi svo verið geymdur án eftirlits, auk þess að hjónin hafi ekki verið upplýst um þann geymslumáta, þá hafi hótelið vanrækt tillitsskyldu með saknæmum hætti og skapað sér skaðabótaskyldu. Forsvarsmenn hótelsins sendu hvorki fram andsvör í málinu né reyndu að hnekkja kröfufjárhæðinni og féllst nefndin því á að hótelinu bætri að greiða bæri hjónunum 1.206 evrur í skaðabætur. Neytendur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hafi bókað gistingu á hótelinu í eina nótt í ágúst 2022. Á brottfarardeginum hafi hjónin óskað eftir því að fá að geyma farangurinn í afgreiðslu hótelsins á meðan þau skoðuðu sig um í Reykjavík. Starfsmaður hótelsins féllst á það en þegar þegar hjónin komu til baka var farangurinn horfinn og fengu hjónin þær upplýsingar að þar sem engin læst farangursgeymsla væri á hótelinu hafi farangurinn verið geymdur á gangi, á bak við afgreiðsluna og án nokkurs eftirlits. Hjónin þurftu að ná flugi til Frakklands og höfðu því ekki tíma til að leysa málið að fullu með starfsmanni hótelsins sem fullyrti þó að hjónin myndu fá farangurinn bættan eftir að hjónin hefðu gefið skýrslu hjá lögreglu. Svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hefði fylgt leiðbeiningum starfsmannsins og gefið skýrslu hjá lögreglu en hótelið hefði hins vegar hvorki bætt þeim tjónið sé svarað ítrekuðum tölvupóstum. Eiginkonan leitaði þá til kærunefndarinnar og fór fram á skaðabætur að fjárhæð 1.206 evrur, sem samsvarar um 170 þúsund krónur, vegna hins stolna farangurs. Lögðu hjónin meðal annars fram kvittanir vegna fatnaðs sem hafi verið keyptur hérlendis og verið í töskunni. Vanræktu tillitsskyldu Nefndin telur sem svo að þar sem munnlegt samkomulag hafi verið gert um geymslu farangursins og að farangurinn hafi svo verið geymdur án eftirlits, auk þess að hjónin hafi ekki verið upplýst um þann geymslumáta, þá hafi hótelið vanrækt tillitsskyldu með saknæmum hætti og skapað sér skaðabótaskyldu. Forsvarsmenn hótelsins sendu hvorki fram andsvör í málinu né reyndu að hnekkja kröfufjárhæðinni og féllst nefndin því á að hótelinu bætri að greiða bæri hjónunum 1.206 evrur í skaðabætur.
Neytendur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira