Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:57 Guðrún taldi vert að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. Sigmundur Davíð talaði um að stjórnleysi ríkti í málefnum hælisleitenda. vísir/ívar/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. „Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira