Stofna til óháðrar rannsóknar á UNRWA Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 16:56 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. EPA/SARAH YENESEL António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur stofnað óháðan rannsóknarhóp sem á að skoða starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakana um að nokkrir af þúsundum starfsmanna stofnunarinnar hafi tekið þátt í árásum Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Guterres tók þessa ákvörðun í samráði við Philippe Lazzarini, yfirmann UNRWA og er rannsókninni ætlað að ganga úr skugga um að stofnunin geri allt til að halda hlutleysi og takast á við alvarlegar ásakanir eins og þessar. Lazzarini sagði þann 26. janúar að ásakanirnar, sem komu frá yfirvöldum í Ísrael, væru alvarlegar og þær yrðu rannsakaðar. Þá voru tólf starfsmenn reknir. Sjá einnig: Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Í kjölfarið frystu margir af stærstu bakhjörlum UNRWA fjárveitingar sínar til stofnunarinnar. Ríkisstjórn Íslands gerði það einnig. Nánast allir af 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar og fjölmargir aðrir Palestínumenn sem búa í öðrum ríkjum reiða sig á stofnunina. Sjá einnig: Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Samkvæmt yfirlýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna mun Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, leiða hópinn og á vinnan að hefjast þann 14. febrúar. Hópurinn á svo að skila af sér skýrslu í lok mars. Þessi rannsókn er gerð samhliða annarri af innri endurskoðanda Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Guterres tók þessa ákvörðun í samráði við Philippe Lazzarini, yfirmann UNRWA og er rannsókninni ætlað að ganga úr skugga um að stofnunin geri allt til að halda hlutleysi og takast á við alvarlegar ásakanir eins og þessar. Lazzarini sagði þann 26. janúar að ásakanirnar, sem komu frá yfirvöldum í Ísrael, væru alvarlegar og þær yrðu rannsakaðar. Þá voru tólf starfsmenn reknir. Sjá einnig: Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Í kjölfarið frystu margir af stærstu bakhjörlum UNRWA fjárveitingar sínar til stofnunarinnar. Ríkisstjórn Íslands gerði það einnig. Nánast allir af 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar og fjölmargir aðrir Palestínumenn sem búa í öðrum ríkjum reiða sig á stofnunina. Sjá einnig: Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Samkvæmt yfirlýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna mun Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, leiða hópinn og á vinnan að hefjast þann 14. febrúar. Hópurinn á svo að skila af sér skýrslu í lok mars. Þessi rannsókn er gerð samhliða annarri af innri endurskoðanda Sameinuðu þjóðanna.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10