Stórefla þarf löggæsluna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:00 Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglan Viðreisn Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun