Enn um málefni Þóru Tómasdóttur á RUV Gunnar Ármannsson skrifar 5. febrúar 2024 10:00 Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Plastbarkamálið Fjölmiðlar Heilbrigðismál Landspítalinn Gunnar Ármannsson Tengdar fréttir Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31 Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009.
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun